Ég mæli með því að menn taki myndir á bókasöfnum frekar en venjulegum vídeóleigum. Sérstaklega fyrir svona fríhelgar eins og verslunarmannahelgina (eða páskana, jólin og svoleiðis) því þá er ekki hægt að skila myndinni dögum saman (án þess að leiguverðið hækki). Á tímum samdráttar í samfélaginu er rétt að benda á að verðsamanburðurinn er söfnunum mjög í hag. Í stað þess að borga 500 kall fyrir leigu á mynd í einn sólarhring (leigurinar eru nánast alltaf opnar þannig að það bætist sjaldan dagur við) þá kosta myndir á bókasöfnum 200-400 krónur og leigjast að lágmarki í tvo daga í senn. Undantekningarlítið er lokað á sunnudögum og á sumrin er einnig lokað á laugardögum víðast hvar (a.m.k. á Seltjarnarnesinu). Þegar við bætist frídagur á mánudegi eins og núna þá erum við að tala um fimm daga leigu (mynd tekin á fimmtudegi þarf ekki að skila fyrr en á laugardegi, sem framlengist yfir á mánudag). Þetta er hörkudíll. Sérstaklega ef maður vill taka því rólega og horfa á myndina í áföngum. Það á sérstaklega við um fræðsluefni eða myndir með haug af aukaefni.
Myndirnar sem ég tók, og komst ekki yfir að sjá, voru annars fínar myndir. Aðra hafði ég séð áður (Munich) og hina náði ég að sjá til hálfs á meðan Vigdís náði að klára hana (Other People´s Lives). Þetta er merkileg mynd. Hún fjallar um Stasi lögregluna og alla þá tortryggni sem var allsráðandi í Austur-Þýskalandi fyrir fall Berlínarmúrsins. Sem heimild er myndin merkileg, en söguþráðurinn er líka athyglisverður og óvenjulegur því einn njósnaranna fer að heillast af lífi þeirra sem eru undir smásjánni og finnur sig knúinn til þess að hafa afskipti af þeim. Þetta er lymskuleg mynd um bældar kenndir í allt öðru samfélagi, um spillingu og gildi þess að búa við frelsi. Ég kláraði ekki myndina og get því ekki greint frá því hvernig þetta allt saman endaði en Vigdís virtist sátt við myndina.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ bara að nefna það að við höfum notað þetta óspart og í
Gerðubergi og trúlega öllu Borgarbókasafninu er ókeypis að leigja en kostar 200 á daginn ef maður fer yfir 2 daga.....
Þetta er mjög skemmtilegt og að mínu mati sniðugt....
Bestu kveðjur...
Begga ....
Skrifa ummæli