sunnudagur, ágúst 24, 2008

Þroskaferli: Ólympíueftirherman Signý

Nú þegar Ólympíuleikarnir eru nýafstaðnir er mér ferskast í minni hvað Signý var athugul allan tímann. Maður tók svosem ekkert sérstaklega eftir henni fylgjast með en hún fór að leika ýmislegt eftir hetjunum á skjánum. Í gær sá ég hana renna sér niður í spíkat, hálfa leið að vísu, en svo tæknilega akkúrat að það mætti halda að hún hefði fengið leiðsögn. Stuttu síðar sýndi hún mér takta sem Vigdís hafði tekið eftir hjá henni áður (og benti mér á að fylgjast vel með): Hún stóð fremur gleitt og sneri sér í mjöðmunum hálfhring til vinstri og hægri, fram og til baka, og svo allt í einu "stökk"!.... og lenti með líkamsstöðuna í öfuga átt. Ég veit ekki hvaðan þetta kemur. Kannski kringlukastið?

Engin ummæli: