föstudagur, ágúst 08, 2008

Upplifun: Ferðahelgarvikan

Nú er nokkuð um liðið frá síðasta bloggi. Ýmislegt hefur á daga okkar drifið. Við nutum okkar vel í aðdraganda verslunarmannahelgarinnar og skelltum okkur aftur í bústað. Við vorum sem sagt í Grímsnesinu í hitabylgjunni sem reið yfir. Signý og Hugrún glöddust yfir endurkomunni í "Melkorkuhús", horfðu á gamlar vídeóspólur (gamli góði Mikki) og nutu góðs af því að geta baðað sig utandyra í glimrandi veðri. Við vorum reyndar bara tvær nætur svo það gerðist ekki ýkja margt frásagnarvert annað en það að Jón Már kom í heimsókn og við skröbbluðum fram eftir. Dvölin var öll hin besta og í þetta skiptið vorum við akkúrat rétt undirbúin. Jón er búin að vera duglegur að hvetja okkur til að nýta bústaðinn enn frekar og við erum þakklát fyrir það, enda staðurinn frábær, bæði umhverfið og bústaðurinn sjálfur.

Eftir bústaðadvölin kom að sjálfri ferðahelginni, en þá vorum við heima. Ekki vorum við þó með hendur í skauti. Héldum óundirbúna garðveislu, með frisbí og boltaleikjum, þar sem Signý og Hugrún nutu sín með vinum og vandamönnum. Einnig fórum við í tvö matarboð þannig að það var nóg að gera. Reyndar tókum við tvær bíómyndir á leigu yfir verslunarmannahelgina (gegnum bókasafnið) og það segir sína sögu að við komumst ekki yfir þær. Myndir frá þessari viðburðaríku viku eru að sjálfsögðu komnar á myndasíðuna ásamt nokkrum myndum frá fyrri bústaðaferðinni (það er ekki svo langt síðan).

Engin ummæli: