sunnudagur, ágúst 24, 2008
Pæling: Að Ólympíuleikum loknum
Þannig fór um sjóferð þá. Frakkarnir mættu ótrúlega einbeittir og náðu að draga klærnar úr okkar mönnum snemma í leiknum og náðu frumkvæðinu. Þeir náðu sínum allra allra besta leik. Við áttum ekki séns. Ekki minnsta möguleika. Hvernig stóð á því? Ég las í Fréttablaðinu í morgun að liðið okkar hafi verið meira eða minna andvaka eftir síðasta leik í einni stórri geðshræringu yfir því að vera búnir að tryggja sér medalíu. Þetta er stóra spennufallið sem ekki mátti koma. Þeir voru innst inni orðnir saddir. Þeir voru búnir að ná upprunalega takmarki sínu og eftir það var erfitt að ná brjálæðinu upp á ný. Maður er hálf lamaður eftir þetta. Nú er það bara lokahátíðin og hugsa til þess hvað þetta var nú glæsileg frammistaða strákanna, þegar á heildina er litið. Núna á sér stað lokahátíðin með allri sinni litadýrð. Hvernig ætli þeir hugsi á meðan þeir horfa á glæasilega sýninguna og virði fyrir sér medalíuna sína? Tveir möguleikar: "Ég hefði geta verið með gull" eða "Ég er hér, með medalíu um hálsinn". Ég vona bara að þeir taki seinni afstöðuna því þeir eiga svo sannarlega skilið að njóta augnabliksins.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli