Rétt áður en Ólympíuleikarnir stálu senunni (og tímanum) var ég byrjaður að skrá sérstaklega að skrá hjá mér orðaforða Hugrúnar. Ég áttaði mig á því að ég þyrfti að flýta mér, því orðin voru farin að koma á færibandi. Hún var þá nýorðin 15 mánaða (en verður 16 mánaða nú um mánaðamótin). Síðan hef ég ekki mátt vera að því að færa þetta inn (vegna Ólympískra anna, meðal annars). En hér er hann hins vegar kominn listinn sem ég setti á blað. Orðin eru ekki endilega í tímaröð, en ég set samt sum af fyrirsjáanlegustu grunnorðunum fyrst. Þegar ástæða þykir til set ég hins vegar hljóðlíkingu eða útskýringu með innan sviga.
Mamma/Pabbi (skýr munur á P og b)
Já/Nei
Hæ/halló ("la-hó")
Bæ/bless (furðu skýrt "ess")
Datt
Bað (stundum borið fram sem tvö atkvæði "Ba-að" þar sem seinna atkvæðið fellur um heilar tvær áttundir. Þá er hún full tilhlökkunar)
Signý ("diddí")
labbílabb
vá! (ef hún sér eitthvað spennandi eða nýtt)
Sitja ("didda")
Ljós (mjög skýrt, bæði "j" og "s" heyrist)
Kúka (sjáldan notað, en samt markvisst)
Lúlla (mikið notað)
Ba-bú (ef einhver er fyrir)
Frá ("bá" - þetta er önnur útgáfa af "ba-bú")
Dudda (stundum notað út í loftið í geðshræringu - eins og ég skrifaði um á sínum tíma)
Búið (líklega mest notaða orðið)
Banani ("nanana" - stundum segir hún "na-nana-nananana" með mjög líflegu tónfalli, og þá er hún að biðja um eitthvað sem hún nær ekki í sjálf)
Brauð (bau)
Mjá (kisuhljóð - mjög angurvært)
úhú (ugluhljóð - bjart og með skýrum áherslum)
Tá/tær ("dá/dæ")
Eyra ("ija")
Auga ("ua")
Nef ("nebb")
Bleia (bija)
Síðan ég skráði þetta hjá mér hef ég tekið eftir fullt af nýjum orðum læðast fram. Dóra er eitt af þeim, en hún er teiknimyndapersóna sem bæði Signý og Hugrún hafa gaman af. Einnig ber hún Bubbi byggir ótrúlega skýrt fram. Svo er farið að örla á setningaskipan sbr. "Dudda datt". Hugrún er náttúrulega mjög athugul og er farin að taka undir með okkur þegar við syngjum fyrir hana, hvort sem það er í Bíum-Bíum-Bambaló (sérstaklega "dilli-dilli-dó" kaflinn) eða Meistari Jakob (Hún grípur "Jakob" mjög vel). Hún gleypir líka við öllu því sem hún sér á skjánum, eins og vera ber, og veit til dæmis alveg hvað lottó er. Hún tekur hraustlega undir með því. Og svei mér ef ég heyrði hana ekki fylgja mér eftir á stangli þegar ég taldi með Signýju í dag fyrir framan hana (hún sagði ábyggilega "tveir", "fjórir" og "Sex" á hárréttum stöðum).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli