Ég er bara búinn að vera utan við mig í allan dag eftir sigurinn á Spánverjum í gær. Ég er með enga athygli á hversdagslegum hlutum. Venjuleg búðarferð er nánast vandræðaleg. Ég er með hugann við verkefni stákanna úti og get ekki slitið mig frá því. Þvílíkur heiður fyrir okkur öll að fá að vera með.
Þegar ég var kominn heim rann það upp fyrir mér að landsliðið getur ekki tapað á morgun. Ég var bara að vaska upp og þessar hugsanir læddust að mér . Ég upplifði sjálfan mig sem hluta af þessum hópi, fannst ég beinlínis vera á gólfinu með þeim, í liðinu, og "fann" hvernig mér hlyti að líða. Það er úrslitaleikur á morgun, stærsta stund íslenskrar íþróttasögu. Þetta er draumi líkast og einfaldlega ekki pláss fyrir óttaslegnar hugsanir eða vangaveltur um það hvort Frakkarnir séu betri eða yfir höfuð góðir. Það er þakklætistilfinning sem fylgir hópnum inn á gólfið. Þeir taka í hönd Frakkanna, horfa í augun á þeim, og varðveita þessa stund. Þakklætið beinist ekki síst að Frökkunum sjálfum, þó þeir eigi engan hlut í okkar árangri, því þeir taka þátt í veislu okkar og gera hana að möguleika. Áður en flautað er til leiks eru Frakkarnir eins nálægt því að verða Ólympíumeistarar og þeir nokkurn tímann verða í þessari keppni, - eftir það skilur á milli. Eftir það er "kamikaze".
Ég verð hissa ef Frakkarnir vinna okkur, því þeir eru ekki tilbúnir að fórna sér með sama hætti.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli