laugardagur, ágúst 16, 2008
Upplifun: Fyrstu Ólympíuleikarnir
Ólympíuleikarnir fara náttúrulega ekki fram hjá neinum. Við Íslendingar fylgjumst fyrst og fremst með handboltanum á meðan allt hitt fer meira eða minna fyrir ofan garð og neðan. Leikarnir í heild sinni eru hins vegar mjög spennandi í augum þeirra sem upplifa leikana í fyrsta skipti. Hér er ég sérstaklega með Signýju í huga. Hún fylgist með af áhuga í hvert skipti sem sundíþróttir birtast á skjánum og endurtekur "sund" fyrir munni sér í sífellu. Það minnir mann óþyrmilega á hvað það hvað hún fer sjaldan í sund. Hugrún má það ekki næstu mánuðina og ósjálfrátt fer maður sjáldnar fyrir vikið, fyrst við förum ekki öll saman. Maður þyrfti að fylgja áhuga Signýjar betur eftir. Á meðan við förum ekki í laugarnar með hana reynum við að fylgja áhuganum eftir fyrir framan skjáinn og tengjum svolítið við dýraríkið (það þekkir hún betur). Sundfólkið er nefnilega alveg eins og mörgæsir. Fljótlega fór Signý að skoða Ólympíuleikana í þessu ljósi. Á tvíslá sá hún hvernig fimleikagarparnir sveifluðust upp og niður milli slánna. Þá sagði hún: "Hann er alveg eins og api". Ég hló með sjálfum mér og horfði á kappann hanga í slánni og sveifla sér fimlega hring eftir hring, þá bætti hún við: "Hann er að róla, og róla og róla", og var mjög undrandi á atganginum. Hún hefur aldrei áður séð nokkurn "róla" heilan hring. Svo horfðum við á keppnisfólkið stökkva sín heljarstökk af litlu trampólíni og yfir hest. Hún hélt áfram að tengja við hluti sem hún þekkti betur og spurði mig hvers vegna maðurinn stökk upp á "borðið"?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ gaman að heyra hvernig börnin upplifa þetta....
Ég hef einmitt verið að horfa á fimleikana sem höfða meira tíl mín þar sem krakkarnir eru að æfa í Gerplu...
Ég nefndi annarsstaðar að ókeypis er að leigja myndir í Gerðubergi og víðar....
Bestu kveðjur...
Begga
Skrifa ummæli