þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Daglegt lif: Frí, vinna og kosningar.

Frá og með deginum í dag kemst ég í þriggja daga vetrarfrí (fram að helgi). Aftur tilheyrum við sérkennarar á Dalbrautinni minnihlutahópi kennara því á meðan aðrir kenna fáum við þetta ljúffenga frí. Það ætla ég svo sannarlega að nota til að vaka fram eftir í nótt og fylgjast með kosningunum. Svo vill einmitt til að Vigdís var að vinna á næturvakt síðustu nótt (og er á kvöldvakt á morgun) þannig að við gerum okkur drjúga sjónvarpsstund með einhverju góðgæti. Rétt áðan leitaði ég að Ben / Jerry ís úti í búð (sem ég kallaði hálf vandræðalega Tomma og Jenna ís) til að maula eitthvað verulega amerískt, en tímdi því ekki. 100 ml pakkning kostar rúmlega tvöhundruð kall! Það gerir rúmar 2000 krónur lítrinn, takk fyrir. Nei takk, það er að segja. Þegar heim kom beið mín svo kjörseðill mitt í þessu aðdraganda kosninganna í Bandaríkjunum sem ávarpaði mig svona: "Samþykkir þú miðlunartillögu ríkissáttasemjara?". Ósjálfrátt hugsa ég með mér að þar sem ég er nýbyrjaður í kennslunni þá sé ég mjög sáttur við launin (þau eru um 70% hækkun frá laununum á sambýlinu) og hef því engan áhuga á verkfalli sjálfur en þar sem ég er á undanþágu sem sérkennari er mér einnig sama þó ég haldi áfram í verkfalli því það bitnar ekki í sjálfu sér á mér. Ég hef því hvorki ástæðu til að vera með læti út af launum né verkfalli. En því er ekki að neita að miðlunartillaga er ekki nein framtíðarlausn. Nei eða já?

Engin ummæli: