mánudagur, nóvember 08, 2004

Fréttnæmt: Bústaðaferð á Suðurlandi

Við Vigdís fórum aftur í sumarbústað núna um helgina. Í þetta skiptið héldum við okkur á Suðurlandi og leigðum glæsilegan nýjan bústað sjúkraliða í Kiðjabergi. Veðrið var hins vegar ekki upp á marga fiska, nema ef vera skyldi flugfiska, því rakinn í loftinu var svo mikill að umhverfið hvarf í þoku og rigningu. Það mældist 30 mm rigning á svæðinu og það þýðir, samkvæmt minni upplifun, stöðug rigning nær allan sólarhringinn. Fyrir vikið fór maður ekkert út úr húsi að ráði og kom hálf dasaður heim að þessu sinni.

Engin ummæli: