laugardagur, nóvember 13, 2004

Lestur: Arabs and Israel

Sama dag og tilkynnt var um andlát Arafats lauk ég við náttborðslesninguna mína frá því í haust: Arabs and Israel for beginners eftir Ron David. Bókin er ótrúlega sjokkerandi og skilur mann eftir agndofa. Ef eitthvað er hæft í því sem fram kemur í henni (vitnað er í henni stöðugt í heimildir sem ég á eftir að kynna mér nánar) þá er saga Ísrael smánarblettur á mannkyninu. Þeir hafa fyrirgert allri samúð alþjóðasamfélagsins eftir hörmungarnar í seinni heimstyrjöldinni, svo hrottaleg er saga þeirra í miðausturlöndum. Ég hvet alla þá sem ég þekki til að kynna sér þessa bók eða aðrar sambærilegar. Muna bara að hafa hana annars staðar en á náttborðinu því það er frekar ónotalegt að láta hana stugga við sér rétt fyrir svefninn.

1 ummæli:

Kristján sagði...

Ég ætti kannski að fá þessa bók lánaða hjá þér við tækifæri :)