Ég er með eina áleitna spurningu sem gaman væri að fá viðbrögð við. Í skólanum eru krakkarnir nýbúnir að uppgötva teiknimyndaseríu á netinu sem heitir Happy Tree Friends. Þetta er afar sæt sería sem endar alltaf með blóðbaði og viðbjóði. Minnir sérstaklega á Itchy og Scratchy úr Simpson þáttunum. Í þessari teiknimynd er safnað saman öllum hugsanlegum dauðdögum og pyntingum þannig að viðbjóðurinn er kjarni þáttanna. Ná krakkar að yfirfæra hörmungar saklausra nammikarla á lifandi dýr og fólk? Getur efni sem er mjög óraunverulegt á yfirborðinu haft áhrif á samband manns við raunveruleikann?
Til umhugsunar vísa ég á tvær síður á netinu, önnur með faglegri umfjöllun og hin með nokkrum sýnishornum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli