þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Upplifun: Dúndurfréttir spila "Vegginn".

Í gær kom ég heim um eittleytið með lófana enn ylvolga eftir þungt lófatak í Austurbæ. Gat ekki sofið af innblæstri í rúman klukkutíma. Ég var að koma af "Veggnum", ásamt Vigdísi. Ég er auðvitað að tala um goðsagnakennda meistaraverkið sem Pink Floyd gáfu út 1979. Hljómsveitin Dúndurfréttir hélt upp á 25 ára afmæli plötunnar með tvöföldum tónleikum (klukkan átta og hálf ellefu) fyrir smekkfullum Austurbæ, og þvílíkur flutningur! Ég ætla ekki að reyna að lýsa upplifuninni öðruvísi en svo að mér fannst þeir ná að gæða tónlistina gjörsamlega nýju lífi á köflum. Gæsahúðin var viðvarandi allan seinni hluta tónleikanna - og það hef ég ekki upplifað árum saman.

Engin ummæli: