laugardagur, nóvember 20, 2004

Í fréttum: Napurt kuldakastið

Veturinn sleppir nú loks þriggja daga frostkrumlu. Fyrir tveimur dögum náði kuldinn vel niður fyrir fimmtán stig víða í Reykjavík. Það er með því kaldara sem mælst hefur á höfuðborgarsvæðinu þó svo talsvert meiri kuldi þekkist inni til landsins (og fyrir norðan). Í gær og á miðvikudag var hins vegar "ekki nema" um tólf gráðu frost. Í dag liggur hitinn í dag líklega í kringum þægilegt frostmark. Það hefur ekki verið neinum bjóðandi að valsa um utandyra öðruvísi en dúðuðum í bak og fyrir í þessum marrandi kulda. Andadrátturinn líkist helst innvortis frostpinna. Sjálfur er ég svo heppinn að hafa ákveðið í síðustu viku, af innsæinu einu saman, að láta mér vaxa skegg. Gaman að geta nýtt líffræðilega möguleika sína til að bregðast við kulda. Lífvera í vetrarham.

Engin ummæli: