föstudagur, nóvember 05, 2004

Pæling: Lifandi visindi fyrir skola

Mér datt í hug í morgun þegar ég blaðaði gegnum Lifandi vísindi, einu sinni sem oftar, að blaðið væri kjörið kennsluefni í grunn- og framhaldsskólum landsins. Það er myndrænna en gengur og gerist og tekst að gera vísindi mjög aðlaðandi á allan hátt. Mér datt í hug hvort það væri ekki sniðugt að fá útgefendur til að vinna markvisst með Námsgagnastofnun. Hægt væri að taka fyrir tilteknar greinar og einfaldlega búa til spurningar og svör út frá þeim. Þessu yrði safnað saman í aðgengilegu gagnasafni. Efni greinanna yrði auk þess tengt öðrum fáanlegum heimildum og ítarefni á íslensku (auk annarra skyldra greina í öðrum tölublöðum blaðsins). Það sem er sérstaklega áhugavert, út frá kennslufræðilegum sjónarhóli, er að nemandinn gæti með þessu móti tekið blað af handahófi og valið sér þá grein sem höfðar til hans/hennar. Kjörið sem frjáls verkefnavinna.

Engin ummæli: