laugardagur, nóvember 26, 2005
Athugasemd: Nýsköpun 2005
Ég var að fá í hendur vefsíðu sem tíundar niðurstöður í samkeppni um gerð viðskiptaáætlana sem haldin var nýlega í borginni. Samkeppnin á, samkvæmt eigin skilgreiningu, að stuðla að aukinni nýsköpun og frumkvæði í íslensku samfélagi. Ekki er skortur á góðum hugmyndum sem margar hverjar eru mjög flottar og metnaðarfullar og stuðla sannarlega að velfarnaði og uppbyggingu í mannlegu samfélagi. Sá sem mætir til leiks með hugmynd um að þróa og markaðssetja tískufatnað fyrir hunda fær hins vegar fyrstu verðlaun! Það sem einnig kemur fram á þessari samantekt er að dómnefndin hafi verið einróma í vali sínu! Ég held að málsmetandi menn hafi sjaldan runnið eins rækilega á rassinn með gildismati sínu. Manni fallast hendur þegar maður sér svona lagað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli