laugardagur, nóvember 26, 2005
Athugasemd: Söngbók Gunnars Þórðarsonar
Í dag læddist inn til okkar auglýsingabæklingur undir nafninu Skrudda. Þar eru kynntar nokkrar vel valdar jólabækur frá útgáfufyrirtæki sem ber þetta sama nafn. Það koma nokkrar bækur út frá þeim um jólin, þar á meðal lagasafn Gunnars Þórðarsonar. Á meðal 40 laga í bókinni hans voru í bæklingnum talin upp mörg af hans vinsælustu lögum: Bláu augun þín, Fyrsti kossinn, Gaggó vest og hin ógleymanlega harðsoðna Hanna! Ætli hún hafi verið sköllótt eftir allt saman?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli