þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Daglegt líf: Frídagar framundan
Nú fer í hönd, frá og með deginum í dag, vetrarfrí í fimm daga. Það byrjar formlega á morgun, miðvikudag. Þvílík himnasending. Við vorum, einhverra hluta vegna, orðin mjög þreytt í vinnunni og þurftum virkilega á smá hléi að halda, meðal annars til að hafa tíma til að skrifa skýrslur um nemendur og annað í þeim dúr. Það má segja að frí eins og þetta, þó það sé ekki nema örfáir dagar, nýtist til að vinda ofan af þeim verkefnum sem hafa hrúgast upp. Ég fer að minnsta kosti einu sinni fyrir helgi í vinnuna, þrátt fyrir fríið, til að vinna í ró og spekt í stofunni minni. Það greiðir fyrir framhaldinu. Við Vigdís ætlum að nýta þessa frídaga vel saman. Hún náði að hagræða hjá sér í vinnunni þannig að hún er í fríi líka. Ætli við höldum ekki bara "litlu jólin" (maður veit aldrei hvernig það verður í desember), tökum svolítið til, stundum "hreiðurgerð" og tökum vídeó í kjölfarið, með tilheyrandi kræsingum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli