mánudagur, desember 04, 2006

Daglegt líf: Eldhúsbreyting

Ég tók mig til og stækkaði eldhúsið í gær. Það var farið að þrengja svo að mér að mig langaði ekki lengur til að elda mat. Þá er fokið í flest skjól. Ég horfði ásökunaraugum á eldhúsborðið og á þeim tíma rann upp fyrir mér að það gegndi ekki hlutverki sínu sem "borð" í þeirri merkingu að við það sé setið og borðað. Í kringum það er einaldlega allt of þröngt. Í rauninni er þetta bara viðarplata í mittishæð sem nýtist sem geymsla undir dót, eins og ílát, brauð, brauðrist, bolla, eldhúsrúllu og annað tilfallandi. Borðið mátti því þess vegna fara út í horn. Með því móti myndast heilmikið gólfpláss. Ég þurfti ekki nema að hreyfa örlítið við ísskápnum til að búa til pláss í horninu fyrir borðið og útkoman var hreint makalaus. Ég segi bara þeim sem eiga kost á að kíkja: sjón er sögu ríkari.

Engin ummæli: