Nú er innan við hálftími í nýja árið. Skaupið búið. Ég horfði ekki á það. Ég hafði reyndar tröllatrú á skaupinu að þessu sinni (er ekki Hugleikur handritshöfundur skaupsins?) en ákvað að treina mér það. Vigdís var nefnilega að vinna í kvöld þannig að ég tók það upp og horfi á það með henni þegar hún kemur heim kringum miðnættið. Hlakka svolítið til, satt að segja.
En á meðan ég var ekki að horfa á skaupið ákvað ég að drepa tímann í tölvunni og það var hreint undravert hvað tölvutengingin var hraðvirk! Það er greinilegt að netumferðin hér heima hægir verulega á hraðanum. Og öfugt. Niðurhal sem venjulega tekur mínútu kom á augabragði. Verst bara hvað skaupið var stutt. Jæja. Gleðilegt ár! Flanið ekki að neinu á nýju ári en sitjið heldur ekki með hendur í skauti. (Þetta má túlka að vild.)
2007 (you are here)
---
2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli