Jólaumferðin
Fleiri myndir má sjá á myndasíðunni.
Um daginn kíktum við Vigdís hins vegar á Laugaveginn og það var allt önnur stemning þar. Komnar eru upp fjölmargar skemmtilegar verslanir sem ég hafði ekki hugmynd um. Ein heitir því huggulega nafni Kisan. Búðin hefur franskt yfirbragð enda eigendurnir frönskumælandi hjón (frönsk að ég held) og selja bara það sem þau hafa dálæti á hvort sem það eru barnabækur, leikföng, bækur um arkítektúr, geisladiskar með franskri alþýðutónlist, klæðnaður, skrautmunir eða húsgögn. Ótrúleg verslun. Við Vigdís réðum okkur varla fyrir útlandastemningu. Ég var ótrúlega glaður þegar ég yfirgaf Laugaveginn því hann virtist sem verslunargata vera að vaxa á ný. Þar var að minnsta kosti sannkölluð jólastemning.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli