Ég ætlaði mér alltaf að senda jólakveðju með þessari mynd sem er hér fyrir neðan en jólaamstrið riðlaði gjörsamlega venjubundinni rútínu þannig að ég gleymdi öllu bloggi dögum saman. Í staðinn er hægt að líta á myndina sem tákn um íslenskt skammdegi og með nettum friðarboðskap tengdum jólum og nýári - með hátíðarkveðju.
Vetrarengill
Fleiri myndir má sjá á myndasíðunni .
Jólin hafa annars farið vel í okkur Vigdísi og Signýju. Vigdís var í fríi á aðfangadag og við eyddum honum saman uppi í Dalseli hjá mömmu og pabba og systkinum mínum (og börnum). Daginn eftir söng ég í messu í Seltjarnarnesinu og hafði gaman af að þenja raddböndin á ný. Á jóladag og öðrum í jólum fórum við í tvö hefðbundin jólaboð hjá fjölskyldu Vigdísar. Signý var afar hress með mannamótin og skemmti sér vel bæði kvöldin. Á þriðja og fjórða (miðvikudag og fimmtuda) voru hins vegar spilakvöld heima hjá okkur í Granaskjólinu. Fyrra kvöldið spiluðum við Vigdís ein en daginn eftir var hins vegar fullt hús. Báða dagana var öndvegisspilið Leonardo í hávegum. Í dag gerðum við Vigdís okkur hins vegar dagamun og fórum í bíó - sáum Kalda slóð. Ég fór á hana af hálfum hug en hún kom mér því verulega á óvart. Það er óhætt að mæla með henni fyrir þá sem unna flottri sviðsmynd, dulúð og sálfræðispennu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli