miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Þroskaferli: Leikskólaframvinda

Í leikskólanum hennar Signýjar eru þrjár aldurskiptar deildir: Norðurbær, Miðbær og Suðurbær. Signý byrjaði í Norðurbæ (yngstu deildinni) fyrir ári síðan en í þessari viku fór hún fór smám saman yfir í Miðbæ. Í dag sótt ég hana þangað í fyrsta skipti og á morgun skila ég henni af mér þangað í fyrsta skipti. Þetta minnir mann á það hvað hún er að þroskast hratt. Brátt fara börn að innskrifast á Norðurbæinn á aldur við Hugrúnu. Hún fékk einmitt staðfestingu um daginn á leikskólavist, en dagsetningin er enn óljós.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Til hamingju með leikskólavist Hugrúnar. Vonandi að dagsetningin komist fljótt á hreint og að aðlögunin gangi vel.

Áslaug er einmitt, eins og Signý, að færast upp um deild á næstu dögum. Það verður spennandi að sjá hvort stelpurnar okkar "stækki" ekki heilmikið við þessa forfrömun :-)