Við Vigdís fréttum af smekklegum, drapplituðum og gamaldags sófa sem var til sölu fyrir slikk. Þessi sófi er bólstraður og því afar notalegur að sitja í, ólíkt gamla garminum. Reyndar tók Greiðabílstjórinn sér það bessaleyfi að henda gamla sófanum í ruslgám bara af því að nytjagámurinn var fullur (í stað þess að fara í næsta útibú Sorpu). Þessu komst ég að eftir á og var afar pirraður yfir því. Reyndar tekur nýi sófinn sig vel út í stofunni og allar sjónvarpsstundir verða notalegri. Engu að síður situr meðferð gamla sófans í mér. Hann hefur fylgt mér lengi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli