föstudagur, ágúst 13, 2004

Upplifun: Strætóbók á sundlaugarbakka.

Strætóbók (sbr. nýlega færslu) er mjög teygjanlegt hugtak. Hún kemur að góðum notum á kaffihúsi jafnt sem sundlaugarbakka. Í blíðviðrinu undanfarið höfum við Vigdís sem sé nýtt okkur sundlaugarnar og aðferðafræðin hefur með tímanum tekið á sig suðrænan blæ (þ.e. handklæði + gosdrykkur + bók og sundlaugin aðeins nýtt til kælingar). Ég tók eftir því hvað fólk var frekt á sitt. Sundlaugarbekkirnir voru hernumdir af heilu fjölskyldunum í stað þess að samnýta færri bekki og leyfa fleiri að njóta. Fyrir vikið komust gestirnir almennt upp á lagið með að sveima um eins og hrægammar. Ég leit ofan í bókina mína á bakkanum og sá að orð búddíska hagfræðingsins Fritz Schumacher (Small is Beautiful) rímuðu vel við upplifunina:


"it does not require more than a simple act of insight to realise that infinite growth of material consumption in a finite world is an impossibility"

Ég saup á gosinu mína, hallaði mér í átt að sólinni og hlustaði á gjálfrið í vatninu. Þvílík sumarlok! Þegar við yfirgáfum sundlaugina sveimuðum við Vigdís í hitanum í átt til næstu ísbúðar. Mér varð að sjálfsögðu oft hugsað til þess hvað ég var heppinn að vera í fríi á svo sólríkum degi. "Work less and live better" sagði kallinn einhvers staðar í bókinni. Svo sannarlega hugsaði ég með mér. Það er málið.


Engin ummæli: