föstudagur, ágúst 13, 2004

Pæling: Áhrifamáttur kvikmyndanna

Þegar ég spilaði gömlu Lou Reed plöturnar mínar fyrir Vigdísi um daginn, yfir skrabblinu, tók ég eftir að hún þekkti Perfect Day betur en flest önnur lög. Þessu hef ég tekið eftir í umræðum mínum við aðra að undanförnu í hvert skipti sem Lou Reed hefur borið á góma. Það þekkja allir Perfect Day. Það sem er athyglisvert við þetta er að lagið var ekkert þekkt áður en það sló óvænt í gegn í Trainspotting fyrir tæpum tíu árum (1996) (sjá handrit myndarinnar). Ég fór að kanna þetta nánar og grunur minn var staðfestur: Lagið birtist ekki á einni einustu safnplötu Lou Reed framan af ferlinum (og safnplöturnar eru margar), ekki einu sinni á afskaplega ítarlegu 45 laga safni sem kom út 1993 (Between Thought and Expression). Núll og nix. Lagið var nánast ekki til. Árið 1996, í kjölfar myndarinnar, birtist Perfect Day hins vegar í fyrsta skipti á safnplötu og árið eftir er kemur út enn önnur safnplata. Hún heitir einfaldlega Perfect Day, hvorki meira né minna. Mér finnst þetta vera sláandi dæmi um allt að því óhuggulegan áhrifamátt kvimyndanna. Hvernig var þetta með Doors um árið?

Engin ummæli: