föstudagur, ágúst 13, 2004

Matur: Uppskrift. Eggjaloka með tómötum, lauk og Camembert.

Í hitanum sem búinn er að vera undanfarið er ómögulegt að borða þungan mat. Það er líka sóun að eyða of miklum tíma í matseld þegar hægt er að spranga um úti við. Ein af uppáhaldsuppskrifum okkar Vigdísar, allt frá því við kynntumst fyrir um tveimur árum, er einmitt létt eggjaloka sem smellapassar inn í sumarið. Hún bragðaðist að venju vel í hitanum:

Annars vegar bakan sjálf:
1. Hræra saman 4 egg með graslauk (má sleppa), salti og pipar.
2. Hella á pönnu í tveimur skömmtum (þ.e. tvö egg á mann).
3. Þegar eggin líta út eins og falleg pönnukaka er hún tilbúin fyrir fyllinguna.

Hins vegar fylling:
1. Hita lauk (1 stk.) á pönnu þar til hann glærist.
2. Bæta skornum tómötum við (4 stk.) og malla smástund
3. Bæta Camambert osti við (hálft stykki). Nokkrar sekúndur.

Fylling er sett inn í eggjalokuna og henni lokað. Gott með ristuðu brauði og pilsner.


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er rosalega girnileg uppskrift, ég verð bara svöng af því að lesa þetta! Heldurðu að það sé í lagi að drekka bjór með ef maður á engan pilsner :)

Annars erum við Kristján mjög hrifin af svona ommulettum og setjum gjarnan cilantro út í eggin sjálf en notum steikta sveppi sem fyllingu.

Stella