Það er margt jákvætt um tölvur að segja, þrátt fyrir allt. Allir þekkja Amazon - sem er upplifun út af fyrir sig. Lengi vel fannst mér sá staður einn og sér réttlæta tilvist vefsins (sem annars er uppfullur af tilgangslausu rusli). Tónlistarsíður allmusic eru einnig slíkar síður. Þar er netið nýtt til að gera eitthvað einstakt sem aðeins tölvutæknin ræður við. Þetta er í raun tónlistarhandbók þar sem tengingar eru nýttar til hins ýtrasta til að skoða allar hugsanlegar tengingar á milli tónlistarmanna. Ég á ekki orð til að lýsa því hversu vel þetta gengur upp. Eftir nýlega uppfærslu (sjá síðustu færslu) eru síðurnar enn betri en áður, bæði gagnvirkari og myndrænni, með auknum fjölda af hljóðskrám auk þess sem þær flokka tónlist ótrúlega skemmtilega í þessari nýju útgáfu. Þvílíkur alfræðibanki!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli