sunnudagur, ágúst 01, 2004

Upplifun: Árið er 1986

Í dag eyddi ég eftirmiðdeginum með Birki frænda mínum á vappi um bæinn, Kolaportið og ýmsar verslanir. Hann er rúmlega tíu árum yngri en ég svo hann átti auðvelt með að draga mig inn í tölvuna sína þegar heim var komið. Þar rak ég augun í áramótaskaup frá 1986. Mér fannst ég sogast aftur í tímann til þess samfélags sem var að reisa Kringluna, tók á móti Reagan og Gorbatsjov, prufukeyrði Stöð tvö og varð fyrir árás spellvirkja í hvalbátahöfn. Spaugstofan (sem ekki var enn til formlega) stóð að þessu skaupi eins og árið á undan. Þau tvö standa enn hátt upp úr minningu annarra skaupa. Eins og kunnugt er hefur Spaugstofunni verið úthlutað skaupinu í ár og hugsa ég mér því verulega gott til áramótaglóðarinnar að þessu sinni. Ætli þeim takist að vekja upp sams konar stemningu og í hin tvö skiptin?

Engin ummæli: