laugardagur, júlí 31, 2004
Tónlist: Coldplay Live 2003. DVD.
Rétt fyrir svefninn drógum við Vigdís fram DVD-disk sem ég hafði nýlega fengið að láni. Tónleikarnir voru flottir, vel spilaðir, myndatakan og hljóð til fyrirmyndar og klippingar vel til þess fallnar að draga mann nær upplifuninni á staðnum. Mæli með diskinum fyrir þá sem yfirleitt hlusta á þessa tónlist. Ágætis heimildarmynd um tónleikaferðalagið sjálft fylgdi með á diskunum. Með henni sá maður tónleikana í stærra samhengi. Annað aukaefni fannst mér hins vegar enn athyglisverðara. Boðið var upp á nokkur sérvalin lög af tónleikunum frá "öðru sjónarhorni". Það fannst mér frábær pæling. Eitt laganna var sýnt aftan frá. Annað var sýnt með fjórum samtímis "close-up" myndum af hljóðfæraleikurunum. Spáið í þetta: Hægt væri með þessari tækni að búa til hreina og klára "endurupplifun" þeirra sem voru á staðnum með því að bjóða þeim upp á að smella á þann stað í salnum þar sem þeir voru staðsettir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli