föstudagur, júlí 16, 2004
Matur: Karrítómatsúpa með ferskjum
Í kvöld lagaði ég áhugaverða súpu, mjög sumarlega súpu. Hún samanstóð af lauk, hvítlauk, tómat (úr dós), ferskjum (úr dós) og rjóma ásamt rækjum, kryddað með karrí og súputeningi. Bragðið var ljómandi gott en þar sem súpan fór eitthvað skringilega í magann læt ég það vera að skrifa uppskriftina að þessu sinni. Ég ætla að hafa það til siðs hér í blogginu að útlista nákvæmlega einungis þær uppskriftir sem mig langar að halda upp á, og þar sem maginn hefur úrskurðarvaldið er ég ekki viss um þessi áhugaverða súpa eigi upp á pallborðið aftur. Flott súpa samt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli