miðvikudagur, júlí 21, 2004

Matur: Uppskrift. Túnfiskréttur á pönnu með Cashew-hnetum.

Um daginn bjó ég til geggjaðan rétt á pönnu. Túnfiskur er aðalhráefnið en blandast grjónum, Cashew-hnetum og grænmeti ásamt Soya-sósu. Sósan, hneturnar og túnfiskurinn blandast undravel saman.

1. Grænmeti hreinsað og skorið. 100-200g. strengjabaunir (endarnir skornir af), 2 rauðar paprikur og 4 vorlaukar (eða 1 blaðlaukur).
2. Matarolía (4 msk.) hituð á pönnu og ofangreint grænmeti látið malla (4-5 mín).
3. Túnfiski bætt við (3 dósir eða 400g fisks, án vökva).
4. Kryddað. Soyasósa (4 msk.), salt og pipar.
5. Cashew-hnetum dreft yfir (150-200 g.)

Þetta er borið fram með hrísgrjónum, soya-sósu í stauk og fínt að hafa ferskt grænmeti með (tómata eða kínakál í strimlum).

Uppskriftin segir að túnfiskurinn þurfi að vera í vatni (en ekki olíu) ef það skiptir nokkru máli í raun.

(Upprunalega uppskrift má finna í uppskrifamöppunni frá Vöku-Helgafelli "Nýir eftirlætisréttir" í sjávarréttaflokki)

Engin ummæli: