þriðjudagur, júlí 13, 2004
Fréttnæmt: Samgöngustíll sumarsins
Um daginn fór bíllinn sem ég hef afnot af að láta illa. Hann ýlfraði í gírkassanum við hverja gírskiptingu. Hann er því í "salti" um stund og bíður yfirhalningar á verkstæði. Að sjálfsögðu er þetta kærkomið tækifæri til að taka fram reiðhjólið mitt góða sem ég hef ferðast mikið á gegnum tíðina. Í leiðinni keypti ég mér rauða kortið. Það er nefnilega frábær ferðamáti að hjóla innanhverfis og vippa sér með hjólið upp í strætisvagn milli hverfa og hjóla svo beina leið á áfangastað innan næsta hverfis (frekar en að hringsóla með vagninum áfram). Í gær lét ég til skarar skríða og hjólaði niður í miðbæ, tók strætó niður í Hafnarfjörð og hjólaði þar innanbæjar. Leið eins og útlendingi, nýlentnum í framandi bæ. Virkilega eins og útlendingi, enda frjáls eins og vindurinn. "Vagn og hjól" hefðu Flugleiðir eflaust kallað það hér um árið. Hjá bíl-leiðum heitir það vagn og hjól. Kjörinn samgöngustíll í borgarlandslaginu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli