sunnudagur, júlí 11, 2004

Upplifun: Uppákoma á Vegamótum

Ég fór í bæinn í gær ásamt Vigdísi að hitta ýmsa gamla kunningja. Er við vorum búin að sitja dágóða stund á Vegamótum kom barþjónninn að okkur og bað um kertið sem stóð á borðinu í myndarlegums stjaka. Í stað þess að endurnýja kertið fjarlægði hann stjakann með öllu. Það var engu líkara en hann treysti ekki galsanum í hópnum kringum logann. Nokkru síðar kom annar þjónn og fjarlægði stóra mynd í ramma af veggnum fyrir ofan okkur. Ég leit á klukkuna (sem var um hálf tólf) og þurfti að fullvissa mig um að það væri ábyggilega laugardagur, að það væri ekki verið að loka. Þá sagði einhver að nú væri verið að breyta kaffihúsinu í skemmtistað! Þetta kannast ég ekki við að hafa upplifað á öðrum stöðum. Ætli fleiri kaffihús/skemmtistaðir gangi í gegnum svona andlitslyftingu á miðnætti?

Engin ummæli: