mánudagur, júlí 26, 2004

Matur: Uppgötvun. Vanilluís út í jógúrtskálina.

Í morgun langaði mig ógeðslega mikið í vanilluís en þurfti samt helst að fá mér staðgóðan morgunmat. Lausnin var náttúrulega sú að blanda þessu tvennu saman. Með nokkrum skeiðum af vanilluís bragðast jógúrt ótrúlega vel. Þetta er svona svipað og með klaka út í gos. Ísinn kemur í báðum tilvikum með óvæntan ferskleika. Lykillinn er náttúrulega sá í þessu tilviki að vanilluís er hrein mjólkurafurð og mjög skyld jógúrtinu (bara miklu kaldari).

Engin ummæli: