þriðjudagur, júlí 20, 2004

Fréttnæmt: Bíllinn kominn í lag.

Nú er skrjóðurinn farinn að skrölta á ný. Reyndar eru þetta öfugmæli því bíllinn er óhemju hljóðlátur eftir vel heppnaða viðgerð. Það vantaði víst aðeins þéttingu (á einhverjum stað sem ég kann ekki að nefna). Lítilræði miðað við þá ógn að þurfa að skipta um gírkassa. Er ég ók bílnum heim fannst mér undarlegt að heyra ekki skrölta í gírkassanum eða finna nart í stönginni. Hann líður áfram eins og fjöður á lofti. Þetta er frábær endurnýjun lífdaga hjá bíl sem virtist ætla að verða leiðinlegur og í leiðinni talsverður léttir.

Engin ummæli: