mánudagur, júlí 26, 2004

Tónlist: Bunkinn. Come, Miles, Codeine, Radiohead...

Heima hjá mér eiga geisladiskarnir það til að safnast í bunka við græjurnar. Þetta á einkum við um þá diska sem kalla á frekari hlustun. Eftir nokkrar vikur sit ég því uppi með frágangsbunka. Þegar ég gaumgæfi hann rifjast tímabilið sem er að baki upp að einhverju leyti. Nú horfi ég á einn slíkan sem bakgrunn síðustu vikna:

Lhasa: The Living Road
Damien Rice: "O"
Come: Eleven: Eleven
Come: Don´t Ask, Don´t Tell
Miles Davis: In a Silent Way
John Coltrane: A Love Supreme
Codeine: Barely Real
Codeine: Frigid Stars
Calexico: The Black Light
Radiohead: Hail to the Thief
Radiohead: Amnesiac
Band of Holy Joy: Positively Spooked

Engin ummæli: