mánudagur, júlí 26, 2004

Upplifun: Tónlistarkvöld. Klassískir tenórar.

Á föstudagskvöldið var fór ég á svokallað "tónlistarkvöld" ásamt tveimur vinnufélögum. Þetta hefð sem hefur myndast meðal "strákanna" á vinnustaðnum, hálfgerður "karlaklúbbur" sem gengur út á að húsráðandinn hverju sinni renni tónlistarlegu þema í gegn á meðan við skröfum um eitt og annað í afslöppuðu tómi. Í þetta skiptið var Árni (sem er söngnemi með meiru) og Ásthildur kærastan hans gestgjafarnir. Árni leyfði okkur Halldóri (sem hefur gítarmenntun sem tónlistarlegan bakgrunn) að heyra í hinum og þessum klassísku tenórum. Við gæddum okkur á einkar myndarlegu hlaðborði veitinga ásamt eðal rauðvíni. Ásthildur hafði áður fyrr unnið sem þjónn og kom sú reynsla fagmannlega við sögu þar sem hún birtist öðru hvoru og skenkti í glösin en sinnti öðrum hlutum í næsta herbergi þess á milli. Það var frábært að opna eyrun fyrir frábærum söng Gigli, Pavarotti, Björling, Carreras og fleiri söngvurum, sérstaklega í þessu samhengi. Rauðvínið blandaðist söngnum sérstaklega vel (eins og það væru hreinir skyldleikar á milli) og þar sem íbúðin var staðsett á hjara veraldar (á Álftanesi) myndaðist eftirminnileg stemning.

Engin ummæli: