mánudagur, júlí 19, 2004

Tónlist: Kaup. Tímamótadjass á tilboði.

Ég ráfaði í Hagkaup um helgina og þefaði uppi sérstakt tilboð á geisladiskum þar. Lengi hafa fínir diskar fengist þar á um þúsundkall en núna hriplak verðið niður í 699, 499 og jafnvel 299. Svo vildi til að þeir diskar sem ég hafði augastað á voru settir á þetta lægsta verð og naut ég góðs af því að hafa smekk á skjön við fjöldann (og var það ekki í fyrsta skipti). Þarna fann ég sem sé algjöra tímamótadiska í djassheiminum, Miles Davis (In a Silent Way) og John Coltrane (A Love Supreme). Ég hef lengi velt því fyrir mér hvernig þessir diskar hljóma enda heyrt mikið talað um þá í gegnum tíðina. Til að útvatna ekki innkaupin ákvað ég að standast aðrar freistingar, á annars góðum markaði.

Engin ummæli: