laugardagur, júlí 31, 2004
Upplifun: Inversk stemning
Í matarboðinu í gærkvöldi náðist upp austurlensk stemning. Með pakistönsku matarlyktinni hljómaði indversk tónlist úr ýmsum áttum og myndaði seiðandi bakgrunn. Að mat loknum tók ég fram sérstök kóreysk teglös sem ég fékk að gjöf nýverið og voru þau vígð farsællega við þessar aðstæður. Hellt var upp á japanskt "leðurte" eins og ég kalla það (með þéttum og mögnuðum beiskum keim). Bragðið er ekki fyrir hvern sem er en virtist þó falla í ágætan farveg, enda var ekki laust við að það nánast svifi á mann eftir matinn. Eina sem ég hefði viljað bæta við var reykelsi sem oft logar hér í íbúðinni en kannski hefði því verið ofaukið. Jón og Margrét voru að minnsta kosti mjög sátt við matinn og borðuðum við öll af bestu lyst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli