Í kvöld löguðum við Vigdís huggulegan mat saman: Kryddrækjur með hrísgrjónum. Þetta er léttur smáréttur eða gott sem forréttur.
1. Laukur (1 stk.) og hvítlaukur (4 rif) saxað og mýkt á pönnu (2msk ólífuolía auk 2msk af smjöri)
2. Rækjum (500g) bætt við og látið malla í um mínútu.
3. Kryddað (1/2 tsk Cayenne, 1/2 tsk svartur pipar, 1/4 tsk salt og nokkrir dropar tabascosósa). Hita áfram í 1-2 mín.
Þetta er borið fram með soðnum hrísgrjónum (ofan á þeim) ásamt ristuðu og vel smurðu brauði ásamt vatni.
Matseldin tók okkur um 15 mínútur eftir að rækjurnar höfðu þiðnað. Reyndar minnkuðum við uppskriftina, keyptum rúm 300g af rækjum og miðuðum við það. Það var passlegt sem þægileg kvöldmáltið fyrir tvo. Ís með heitri súkkulaðibráð og ferskum jarðaberjum fylgdi í eftirrétt. Bætti upp lélega sjónvarpsdagskrá og vel það.
(Upprunalega uppskrift má finna í uppskrifamöppunni frá Vöku-Helgafelli "Nýir eftirlætisréttir" í sjávarréttaflokki)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli