mánudagur, júlí 26, 2004
Fréttnæmt: Annir og mubluskipti
Undanfarna daga hafa fá tækifæri gefist til skrifta. Ég hef verið að vinna mikið í Vættaborgum (sambýlinu) og bókað kvöldin í einhvern selskap þess á milli. Svo hafa ýmsar aðrar reddingar tekið tíma. Til dæmis skiptum við Vigdís út rúminu mínu fyrir rúmið hennnar (ég lánaði rúmið mitt í vinahús, því ég tímdi ekki að farga því, og við innheimtum hennar rúm þaðan sem það var í biðstöðu í móðurhúsi). Í leiðinni náðum við í massíf sólartjöld úr gamla svefnherberginu hennar sem búa til eftirsóknarvert myrkur inni í svefnherbergi. Nætursvefninn hefur dýpkað tilfinnanlega í kjölfarið. Einnig tók ég mig til um daginn og skipti tölvuborðinu mínu út (og lánaði Beggu systur minni) en setti þess í stað saman uppáhaldstölvuborðið mitt sem lengi hefur legið ónotað í geymslu. Það er öllu fyrirferðarmeira en hitt borðið, en kemur betur út en ég þorði að vona. Ég held mikið upp á þetta borð. Reyndar keypti ég það á sínum tíma vegna þess að ég heillaðist af hönnuninni og varð eiginlega að eignast það. En það er önnur saga.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli