föstudagur, júlí 30, 2004

Matur: Uppskrift. Fríkkað upp á kalda pastaklessu

Í vinnunni um daginn benti einn íbúanna svangur á kalt samanklesst pasta frá deginum áður. Hveitiklumpurinn var í fljótu bragði óárennilegur en eftir að ég skildi sundur nokkrar einingar af minni klumpum virtist mögulegt að búa til sæmilegt æti úr þessu. Fyrst stráði ég hvítlaukssalti yfir (ekta hvítlaukur hefði líka verið góður) og lét nokkrar skeiðar af rjómaosti yfir. Þetta fór inn i örbylgjuna. Heitt gumsið var því næst hægt að hræra í sundur og gera nokkuð girnilegt. Þá bættist köld kotasæla og smátt skornir bitar af agúrku. Þá vantaði ekkert nema salt og pipar. Ég lét það reyndar eiga sig því í eldhúsinu fundust cashew-hnetur (sem eru nokkuð saltar) og sáldraði yfir. Þar með var verkinu lokið og ég fann mig knúinn til þess að smakka áður enn skálin var étin með bestu lyst.

Engin ummæli: