þriðjudagur, júlí 13, 2004
Tónlist: Uppgötvun. Calexico: The Black Light
Ég tók mig til og hlustaði á disk sem ég hef átt í ein fjögur til fimm ár og aldrei gefið neinn séns hingað til því hann lætur svo lítið yfir sér. Tilefnið var tiltekt í safninum mínu því reglulega grisja ég og losa mig við diska. Ég var sem sé að spá í að losa mig við diskinn með "Alt.country"-sveitinni Calexico: The Black Light. Við nána hlustun heillaði hann mig hins vegar, sérstaklega þessa skýtna samsuða sem minnti mig helst á Morricone (spagettívestrarnir), Ry Cooder (slidegítarleikari sléttunnar) og Tindersticks í sígaunaklæðum. Gengur fullkomlega upp, full af áhugaverðum og lifandi blæbrigðum. Hlakka til að hlusta á hana aftur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli