þriðjudagur, júlí 13, 2004
Matur: Uppgötvun. Döðlur í grjónagrautinn!
Ég stóð sjálfan mig að því að hita grjónagraut í hádeginu án þess að hafa rúsínur tiltækar. Ég er mikið fyrir sætindi af þessu tagi og prófaði því að skera niður döðlur í svipaða bita, og viti menn, það var bara betra! Það er eins og bera saman hvítan sykur og púðursykur. Döðlurnar bráðna meira í munni og eru ekki eins væmnar og rúsínurnar. Kannski er hér komin lausnin fyrir þá sem ekki vilja rúsínur í grautinn sinn?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli