miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Tónlist: Uppgötvun: Lenny Kravitz.

Í gærkvöldi komum við Vigdís okkur vel fyrir kringum hringborðið í stofunni, spiluðum skrabbl og hlustuðum á Lou Reed fram eftir kvöldi: Transformer (´72), Berlin (´73) og Magic & Loss (´92) í tilefni af tónleikum hans eftir viku (sem við bæði ætlum á). Vigdís gjörsigraði mig í skrabblinu (aldrei þessu vant :-) og við tókum upp Yatzyið í kjölfarið. Í leiðinni skiptum við um tónlist og við tók safnplatameð Lenny Kravitz úr safninu hennar. Í gegnum tíðina hefur mér aldrei þótt Kravitz sérlega áhugaverður tónlistarmaður en það sló mig skyndilega hvað hann var þrátt fyrir allt merkilega góður á sínu sviði. Hann gerir það meistaralega að blanda saman gömlum tónlistarstefnum og slípa þær til í grípandi popplög. Mér skilst á Allmusic (sjá síðustu færslu) að þrjár fyrstu plöturnar hans séu afar traustar. Ég á eftir að hafa það á bak við eyrað (eða þannig).

Engin ummæli: