mánudagur, ágúst 09, 2004

Fréttnæmt: Tölvan uppfærð

Til er hugtak í félagsfræðinni sem útleggst sem "the new poor". Það á við um það bjargarleysi í tækniheiminum sem margir upplifa frá degi til dags yfir því þeir geta ekki með góðu móti skilið tækni nútímans (og verða fyrir vikið að treysta á aðra í hvívetna). Ég fell að mestu leyti undir þann flokk. Sem betur fer er Villi bróðir og vinur hans Guðmar mjög færir á þessu sviði og tilkippilegir þegar (neyðar-)kallið kemur. Í gær fékk ég þá í heimsókn í nokkra klukkutíma til að uppfæra tölvuna mína. Hún þurfti í raun að færa sig upp um stýrikerfi (frá 98 yfir í xp) en til þess að það gengi upp varð ég einnig að bæta vinnsluminnið og stækka harða diskinn (XP er hálfgert skrímsli og þarf fáránlega mikið pláss). Í leiðinni pantaði ég prufumánuð hjá Fjöltengi (sem boðið var upp á ókeypis). Græjurnar eru því klárar og puttarnir spenntir, tilbúnir að pikka og pikka...

Engin ummæli: