sunnudagur, ágúst 29, 2004

Upplifun: Lokakvöld ólympíuleikanna

Það var gaman að horfa á hlauparana í maraþoninu í dag hlaupa frá sjálfri Maraþon til Aþenu, rétt eins og sendiboðinn gerði fyrir þúsundum ára (og hneig dauður niður á eftir). Hlýtur að hafa verið einstök upplifun fyrir hlauparana í dag. Ólympíuleikarnir eru loksins komnir heim. Gott og vel. En ætli flugeldasýningin verði ekki þá stórkostleg í Peking eftir fjögur ár! Þá eru flugeldarnir komnir heim.

Engin ummæli: