mánudagur, nóvember 15, 2004
Pæling: Nýyrðið "hryðjuverkamaður"
Ég heyrði skemmtilegt nýyrði í dag, eða öllu heldur útúrsnúning á mikið notuðu orði. Orðið "hryðjuverkamaður" hefur verið heimfært upp á ýmsa ofbeldismenn í fjarlægum heimshlutum en hingað til hef ég ekki heyrt það notað á neinn Íslending. Samt erum við óttalegir verkamenn að upplagi. Letin er áberandi þáttur hins íslenska verkamanns þar sem hann hímir á skóflunni, en hann getur samt stært sig af dugnaði sem brýst út í skorpum, eða svokölluðum "hryðjum". Ég vildi að ég hefði fattað þetta þegar ég var ungur drengur með skóflu undir kinn, bíðandi eftir átökunum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þetta er sniðug pæling. Mér finnst ég einmitt vera hryðjunámsmaður þessa dagana.
Skrifa ummæli