fimmtudagur, apríl 28, 2005
Fréttnæmt: Ýmis uppbrot hversdagsins
Ekki er margt títt í þetta skiptið. Við Vigdís höfum þó kryddað hversdagsamstrið með uppákomum af ýmsu tagi. Á laugardaginn var fórum við á kórtónleika í Langholtskirkju þar sem Skagfirska söngsveitin kyrjaði með einsöngvurum. Það voru að mörgu leyti vel heppnaðir tónleikar, en misjafnir. Fljótlega á eftir fórum við í myndarlegt innflutningspartí í Álfheimum þar sem Jón Már og Margrét eru til húsa. Þar var saman kominn skemmtilega samansettur hópur fólks sem þekktist lítið sem ekkert fyrir. Þegar svona lagað hristist saman ganga partíin vel upp. Þannig var helgin, en í gær skelltum við okkur á Rauða ljónið að blanda geði við Liverpool og Chelsea aðdáendur. Baráttuleikur án marka. Spurning hvort við nennum að elta liðin á ljónið eftir viku. Þetta er ekki ýkja aðlaðandi staður.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
komment....frábær heimasíða!!kv. Begga
Skrifa ummæli