mánudagur, desember 26, 2005

Daglegt líf: Jólaboð með litlu jóladísinni

Vonandi eru lesendur bloggsins búnir að hafa það náðugt um jólin enda nóg fyrir þeim haft. Við Vigdís upplifðum sannarlega óvenjuleg jól enda var athygli allra á litlu stúlkunni okkar. Bæði hún og Vigdís höfðu ekki farið út úr húsi síðan við komum heim þann sextánda og þangað til við höfðum okkur upp í Breiðholt á aðfangadag. Þar tókum við upp pakka og borðuðum jólamat ásamt foreldrum mínum og tveimur systkinum (og börnum). Í gær og í dag fórum við í tvö önnur jólaboð. Á jóladag var það til mömmu Vigdísar og systkina en í dag til pabba hennar og fjölskyldu. Þetta var því mikil maraþontörn sem við fórum í gegnum á þessum þremur dögum. Það var náttúrulega talsverð fyrirhöfn að undirbúa dóttur okkar í hvert skipti en það var vel þess virði því hún var öllum mikill gleðigjafi. Mest allan tímann svaf hún vært eða teygði úr sér og opnaði á meðan annað augað stöku sinnum. Brosti svo inn á við í einskærri vellíðan. Menn höfðu það stöðugt á orði að hún ætti eftir að vera rólyndisstúlka. Við vonum svo sannarlega að það gangi eftir enda ekkert nema friður og ró í kringum hana enn sem komið er.

Engin ummæli: